*

fimmtudagur, 22. ágúst 2019
Innlent 22. nóvember 2015 16:05

Tímalaus ráð fyrir ungt fólk

Höfundur nýrrar bókar um fjármál segir hana gagnast flestum við ákvarðanir um fjármál þó að markhópurinn sé ungt fólk.

Kári Finnsson
Haraldur Guðjónsson

Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins, gaf í síðustu viku út bókina „Lífið er framundan“. Bókin fjallar um fjármál þeirra sem eru að hefja starfsævina og stefna að fjárhagslegu sjálfstæði en þar er m.a. að finna ráðleggingar við lántöku, sparnað og fjárfestingar. Að sögn Gunnars er bókin fyrst og fremst ætluð ungu fólki en eigi þó erindi við alla aldurshópa þar sem hún hefur að geyma fjölbreyttan fróðleik um allt sem tengist fjármálum heimilanna.

Borga sjálfum sér fyrst

Í bókinni telur Gunnar upp fimm tímalaus ráð til að stuðla að góð- um fjárhag. Fyrsta ráðið er að gæta þess að eyða ekki um efni fram og að sníða sér stakk eftir vexti. „Það er eitthvað sem á alltaf við,“ segir Gunnar. „Ég veit að tekjur eru oft lægstar framan af á ævinni og því einna erfiðast að uppfylla þetta á þeim tíma. Þetta er samt það sem skiptir máli. Númer tvö er að borga alltaf sjálfum sér fyrst. Margir hugsa þannig að þeir leggja fyrir í lok mánaðar ef það er afgangur af tekjunum en ég er að leggja til að þessu sé snúið við – að þú byrjir á að borga sjálfum þér. Einnig að spenna ekki bogann of hátt, að byrja með eitthvað sem þú ræður við og bæta svo við ef þú getur gert meir. Þetta er kannski eitthvað sem fleiri mættu tileinka sér. Síðan er mikilvægt að hugsa til langs tíma. Allt sem þú gerir, það hefur áhrif síðar. Þegar ungt fólk er að hugsa um að eignast húsnæði þá skiptir máli að steypa sér ekki í skuldir fyrstu árin eftir að þú byrjar að búa. Jafnvel námslánin, fólk þarf að fara varlega í þau.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.