Á hverju ári frá seinna stríði hefur Royal Dutch Shell hækkað arðgreiðslur á milli ára. Nú hefur orðið breyting á því í fyrsta skipið fá hluthafar minna í sinn vasa. Arðgreiðslan fyrir fyrsta ársfjórðung verður 16 cent á hlut en á sama tíma í fyrra var hún 47 cent. Hlutabréf fyrirtækinu hafa lækkað um 10% í verði það sem af er degi.

Ástæðan er augljós. Heimsfaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif heimshagkerfið og olíuverð ekki verið lægra í um tvo áratugi. Í síðustu viku fór tunnan af Brent -olíu niður fyrir 20 dollara og hafði verðið ekki verið lægra í 18 ár.

Vegna heimsfaraldursins hefur ftirspurn eftir hráolíu dregist saman um allt að þriðjung. Ferða- og útgöngubann hefur haft mikil áhrif á olíumarkaðinn. Einungis brot af farþegaflugvélum eru í notkun, skemmtiferðaskip eru bundin við bryggju og bílaumferð aðeins brot af því sem hún var.

Tekjur Royal Dutch Shell á fyrstu þremur mánuðum ársins námu 2,9 milljörðum dollara samanborið við 5,3 á sama tíma í fyrra.