Páll Harðarson, forstjóri OMX á Íslandi, segir útgáfu Íslandsbanka á sértryggðum skuldabréfum ekki marka minni tímamót en skráning Haga.

„Almenningur gerir sér kannski ekki alveg grein fyrir því hvað markaðurinn fyrir fyrirtækjaskuldabréf varð fyrir miklu höggi við hrunið og að traustið á honum hvarf nánast alveg. Síðsumars 2008 var verðmæti fyrirtækjaskuldabréfa á markaði um 950 milljarðar króna. Núna er virði þeirra ekki nema um 140 milljarðar, " segir Páll.

"Þetta eru fyrstu teikn um að markaðurinn með skuldabréf fyrirtækja sé einnig að taka við sér. Þannig að það má segja að það séu tímamót á tvennum vígstöðvum, þ.e. bæði með hlutabréf og fyrirtækjaskuldabréf og við teljum að á þeim báðum séu miklir fjármögnunarmöguleikar fyrir fyrirtækin í landinu. Það má eiginlega segja að frá hruni og fram til þessa hafi þessir mikilvægustu fjármagnsvegir frá sparifjáreigendum til atvinnulífsins verið meira eða minna stíflaðir. Þeir eru hins vegar báðir að koma til núna á sama tíma og það er geysilega mikilvægt," segir Páll.

Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.