Hæstiréttur dæmdi í gær að Landsnet megi ekki hefja framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 á landi, sem tekið var eignarnámi, á Vatnsleysuströnd. Auk þess var landeigendum að auki dæmdur málskostnaður að fjárhæð 5 milljónir króna. Þannig snéri Hæstiréttur við dómi héraðsdóms og matsnefndar eignarnámsbóta, sem höfðu heimilað Landneti að taka land fyrir 220kV loftlínu, Suðurnesjalínu 2. Ekkert getur því orðið að loftlínuna nú þrátt fyrir að fyrir liggi eignarnámsúrskurður ráðherra, leyfi Orkustofnunar og sumra sveitarfélaga. Landeigendur hafa barist fyrir að jarðstrengur frekar en loftlína verði lagður. Eingarréttur þeirra verður ekki skertur fyrir loftlínur þar sem engin brýn þörf er á samkvæmt niður stöðu Hæstaréttar. Landeigendur hafa margboðið Landsneti land fyrir jarðstreng.

Í samtali við RÚV segir Ásgerður Ragnarsdóttir, lögmaður landeigenda, að dómurinn sé ákveðinn sigur fyrir landeigendur sem hafi barist gegn lagningu Suðurnesjalínu 2 í lofti í lengri tíma. Segja að Landsnet sé gert afturreka þannig að landeigendur endurheimti í reynd umráð yfir landi sínu.

Í byrjun júní verður mál landeigenda, til að reyna að fá eignarnámið fellt úr gildi, verður flutt fyrir héraðsdóm.

Ásgerður segir að það sé von umbjóðenda þeirra að það að þessi dómur sem féll ásamt öðrum atriðum á borð við tækniþróun á sviði lagningar jarðstrengja, geti saman leitt til þess að Landsnet setjist niður og hugsi alvarlega og meti alvarlega þann kost að leggja línuna í jörðu.

Hér má lesa dóminn í heild sinni.