Tímarit Háskólans í Reykjavík er komið út. Í ritinu eru fjölmargar greinar og viðtöl sem ætlað er að kynna brot af þeim rannsóknum og fræðistörfum sem kennarar og nemendur Háskólans í Reykjavík sinna um þessar mundir.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá HR.

Á meðal greina í ritinu má nefna grein eftir Jón Orm Halldórsson, dósents við viðskiptadeild og forstöðumanns meistaranáms í alþjóðaviðskiptum, sem ber heitið Kapítalismi í kreppu. Þar rekur Jón Ormur hrun fjármálamarkaða síðustu mánaða og rýnir í hvernig þessir atburðir geti mótað framtíð hagkerfa víða um heim.

Ennfremur má nefna greinar um fjármálalæsi Íslendinga, rannsókn og þróun nýrrar tækni sem færir lömuðum aukna hreyfigetu, þróun gervigreindar, svigrúm aðildarríkja Evrópusambandsins, rannsóknir á svefni o.m.fl.

Aftast í tímaritinu eru kynningar á því meistaranámi sem hægt er að stunda við Háskólann í Reykjavík, en í boði eru á þriðja tug brauta.

Öllum núverandi og útskrifuðum nemendum hefur verið sent ritið í pósti. Þá er hægt að skoða rafræna útgáfu tímaritsins á vef skólans, www.hr.is . Blaðið sjálft er hægt að nálgast í húsakynnum Háskólans í Reykjavík í Ofanleiti 2, Höfðabakka 10 og Kringlunni 1. Áhugasamir geta ennfremur fengið ritið sent í pósti þeim að kostnaðarlausu, með því að senda póst á netfangið [email protected] .