Tímarit um viðskipti og efnahagsmál kemur nú út að nýju eftir nokkurt hlé í talsvert breyttri mynd. Í dag koma út tvö tölublöð tímaritsins samtímis. Annars vegar almennt hefti með ritrýndum greinum frá árinu 2010. Hins vegar sérhefti tileinkað ráðstefnu Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands sem haldin var 10. júní 2010 undir yfirskriftinni Atvinnulíf við nýjar aðstæður.

Tímaritið var fyrst gefið út árið 2003 á vegum Viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands. Að þessari nýju útgáfu standa fjórir aðilar: aðskildar viðskipta- og hagfræðideildir Háskóla Íslands, viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og Seðlabanki Íslands. Í ritnefnd sitja fulltrúar allra aðila ásamt ritstjóra.