Áhrif leiðréttingar íbúðalána í hagkerfinu verða enn sterkari en ellea vegna tímasetningarinnar, að mati Ásdísar Kristjánsdóttur hagfræðings hjá Samtökum atvinnulífsins. Hún ræddi aðgerðir ríkisins í skuldamálum við Morgunblaðið .

„Það hafa sterkar hagvaxtartölur verið að koma fram. Hagvöxtur síðasta árs var ríflega 3% og efnahagsslakinn er óðum að hverfa. Þá eru væntingar stjórnenda og heimila á uppleið sem gefur ákveðnar vísbendingar um stöðuna. Áhrifin af leiðréttingunni hagkerfinu verður því líklega sterkari en áhrifin vegna annarra aðgerða. Ef spá Seðlabankans gengur eftir þá er gert ráð fyrir að við verðum komin í spennu á árinu 2015. Tímasetning aðgerðanna er ef til vill áhyggjuefni þar sem heppilegra hefði verð að ráðast í vipðaðar aðgerður fyrr þegar hagkerfið var í verulegum slaka,“ segir hún.

Hún segir að betra hefi verið ef aðgerðirnar hefðu komið til framkvæmdar fyrr og flýtt fyrir efnahagsbatanum.