Tónleikar Justin Timberlake, sem haldnir verða í Kórnum í Kópavogi 24. ágúst, verða í beinni útsendingu á netinu.

Það er netfyrirtækið Yahoo í samstarfi við fyrirtækið Live Nation Entertainment sem standa að  útsendingunni.  Frá 15. júlí ætla fyrirtækin að sína eina tónleika á dag í heilt ár, eða 365 tónleika. Live Nation er meðal annars eigandi bandarísku miðasölusíðunnar, Ticketmaster.

Tónleikar Timberlake í Kórnum verða því hluti af þessu risaverkefni Yahoo og Live Nation. Á meðal þeirra sem verða í beinni á netinu næsta árið eru: Kiss, Common, Dave Matthews Band, David Gray, Usher, John Legend og Ziggi Marley.