Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands hefur orðið verulegur samdráttur í byggingarvörum fyrstu fjóra mánuði þessa árs miðað við metárið í fyrra. Þannig voru aðeins flutt inn 8.497 tonn af timbri á fyrsta ársþriðjungi þessa árs á móti 20.329 tonnum á sama tímabili í fyrra.

Í Viðskiptablaðionu í gær kom fram að svipaða sögu sé að segja af öðrum byggingarvörum, eins og spóna- og byggingarplötum. Af þeim voru fluttar inn fyrstu fjóra mánuðina 2009 samtals 3.858 tonn á móti 7.908 tonnum á sama tímabili 2008. Þá voru aðeins flutt inn 573 tonn af krossvið á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs á móti 2.789 tonnum í fyrra.