Breska blaðið The Time tekur í dag saman lista yfir þá sem tíu aðilar sem blaðið telur bera hvað mesta ábyrgð á þeirri fjármálakrísu sem nú ríkir.

Það kemur fátt  á óvart á listanum, nema hvað að ólíkt öðrum breskum blöðum er þar engan Íslending að finna sem verður að þykja fréttnæmt því nokkur þeirra hafa tilnefnt bæði Geir H. Haarde og Davíð Oddsson.

Efstur á lista The Times er Dick Fuld, fyrrverandi forstjóri Lehman Brothers sem blaðið segir að allir á Wall Street óttist.

Á listanum er einnig að finna Henry Paulson, fyrrverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóra Bandaríkjanna, Íslandsaðdáandann Gordon Brown og George W. Bush fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.

Þá eru núverandi og fyrrverandi forstjórar breska fjármálaeftirlitsins teknir fyrir auk stjórnarformanns Royal Bank of Scotland.

Sjá úttekt the Times.