Shell.
Shell.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Tími ódýrrar orku og gass er liðinn. Hér með verður erfiðara að finna orkuauðlindir,  og það verður bæði flóknara og dýrara að vinna olíu og aðrar auðlindir.

Þetta segir Peter Voser, forstjóri Shell sem er stærsta olíufyrirtæki Evrópu. Hann sagði að til lengri tíma litið leiti olíuverð upp. Financial Times fjallar um orð forstjórans í dag.

Shell tilkynnti um afkomu annars ársfjórðungs í dag. Hagnaðurinn nam 8 milljörðum dala, um 77% aukning frá öðrum ársfjórðungi 2010. Aukinn hagnað skýrist af hækkandi olíuverði.