Framsóknarflokkurinn ætlar að halda léninu timinn.is en hefur ekki tekið ákvörðun um hvort eða hvernig það verður notað.

„Það kemur bara í ljós. Það er ótímabært að fara nákvæmlega út í það,“ segir Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri flokksins, spurð­ur um málið. Framsóknarflokkurinn hefur átt lénið síðan 1999, en árið 2012 var gerður þriggja ára leigusamningur á léninu til útgáfufélagsins Heilsíðu ehf. sem rak fréttavef undir nafninu Tíminn. Sá samningur rann út í október. Hrólfur veit ekki til þess að neinn hafi lýst yfir áhuga á að fá afnot af léninu.