*

mánudagur, 16. maí 2022
Innlent 6. október 2021 12:52

Tinder fyrir fasteignir

Procura býður þeim sem leita að draumaeigninni, að leita meðal allra samsvarandi eigna á landinu, óháð því hvort hún sé til sölu.

G. Andri Bergmann, framkvæmdastjóri Procura.
Eyþór Árnason

Procura fasteignasala býður nú kaupendum sem leita að draumaeigninni, að leita meðal allra samsvarandi eigna á landinu óháð því hvort eign er í virkri sölumeðferð eða ekki. Greint er frá þessu í fréttatilkynningu.

Í tilkynningunni er felinu lýst sem fasteignastefnumóti þar sem áhugasamir kaupendur sendi inn skilgreiningu á sinni draumaeign, staðsetningu, verði og öðrum eigindum. Procura merki svo allar eignir sem passa kaupanda og sýni eftirspurn á heimasíðu viðkomandi fasteignar.

Eigendur sjái því þegar eftirspurn sé eftir þeirra eign og geti með einföldum hætti brugðist við með því að merkja áhuga til sölu.

„Við höfum í þróunarfasanum líkt þessu við Tinder fyrir fasteignir þar sem við leiðum aðeins saman kaupanda og seljanda ef eign passar við kaupanda og seljandi hefur áhuga á að selja. 

Hingað til hafa gestir Procura getað séð áætlað söluverð á nánast öllum íbúðum á landinu og nú getum við sýnt hvort og hver eftirspurnin er þar sem við erum með sér síðu fyrir allar þessar íbúðir. Þar geta eigendur líka skráð sig inn og sýslað með sínar eignir og því auðvelt fyrir okkur að láta þau vita ef eftirspurn er til staðar og hve sterk hún er," er haft eftir G.Andra Bergmann, framkvæmdastjóra Procura, í tilkynningunni. 

„Þessi nýjasta viðbót er gjaldfrjáls fyrir öll sem eru að kaupa sína fyrstu eign og einnig fyrir aðra kaupendur ef fyrri eign er seld hjá Procura fasteignasölu,“ segir í tilkynningu Procura.

Stikkorð: fasteignir Procura