Fyrirtækið Match, eigandi fyrirtækjanna sem reka stefnu­móta­öppin Tind­er og OkCupid ætlar að skrá sig á markað. Fyrirtækið gaf út útboðslýsingu til Fjármálaeftirlits Bandaríkjanna (Security and Exchange Commission) á föstudaginn sl.

Tekjur Match á síðasta ári voru 888,3 milljónir dala, eða um 111 milljarðar króna og hagnaður félagsins var 147,8 milljónir dala, eða rúmlega 18 milljarðar króna.

Tinder hefur um það bil 59 milljónir virkra notenda, þar af 4,7 milljónir sem greiða fyrir notkun appsins.