„Þú verður að drekka mjólkina, hún er svo góð fyrir tennurnar og beinin“. Þessa setningu heyra sjálfsagt allir Íslendingar einhvern tíma á æskuárunum. Í hinum ýmsu tískubylgjum varðandi mataræði heyrist þó gjarnan að mjólkin sé ekki eins holl og margir vilja láta. Blaðamaður Viðskiptablaðsins hitti Kristínu Halldórsdóttur, mjólkurbússtjóra á Akureyri, og spurði meðal annars um þessi mál.

„Þetta er allt gott í hófi. Sitt lítið af hverju. Ég held að best sé að lifa samkvæmt því,“ segir Kristín og bætir við að neysla á mjólkurvörum virðist nú hafa færst á milli flokka. „Í gegnum tíðina hefur mjólkurneysla til dæmis færst úr Nýmjólk yfir í Léttmjólk sem er fituminni. Ég held reyndar að sú þróun hafi aðeins gengið til baka. Við erum í það minnsta farin að selja meira af smjöri og rjóma núna. Svo þetta sveiflast samkvæmt því sem fólk er upptekið af á hverjum tíma. Áður var það fita en nú er mikið horft á kolvetni. Umræða um fitu í mjólkuvörum er að breytast og salan á smjöri og rjóma eykst,“ segir Kristín.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.