Franski lúxusvöruframleiðandinn PPR , sem er rekstarfélag Gucci og Puma, skilaði 16% hærri hagnaði fyrstu sex mánuðina.

Hagnaðurinn nam 450 milljónum evra fyrstu sex mánuði ársins. Mikil eftirspurn hefur verið eftir vörum Gucci í Kína.

Tísku- og lúxusvöruframleiðendur hafa skilað góðum uppgjörum fyrir fyrri helming ársins. Viðskiptablaðið greindi frá því fyrr í vikunni að hagnaður Moët Hennessy Louis Vuitton (LVMH), sem er stærsti framleiðandi lúxusvara, hafi aukist um 25% milli ára fyrstu sex mánuði ársins.

Hermes skilaði einnig góðu uppgjöri fyrir tímabilið, hagnaðurinn nam 668 milljónum evra.  LVMH á um 20% hlut í Hermes en stjórnendur síðarnefndar félagsins eru ekki upprifnir yfir því.