Fjármálaeftirlitið komst að þeirri niðurstöðu þann 24. ágúst síðastliðinn að Títan B ehf. sé hæft til að eiga og fara með allt að 20% virkan eignarhlut í MP banka hf.

Eignarhluturinn hafði áður verið í eigu Títan ehf. en vegna athugasemda FME um uppbyggingu eignarhalds Títan ehf. var umræddur eignarhlutur seldur til Títan B. ehf.

Títan er félag Skúla Mogensen, sem leiðir nýjan eigendahóp MP banka.