Títan fjárfestingarfélag og Samherji hafa undirritað samkomulag við MP banka um 5 milljarða fjárfestingu í nýju hlutafé í bankanum. Samkomulagið er með fyrirvara um frekari áreiðanleikakönnun, samþykki FME og hluthafafundar MP banka.

Líkt og Viðskiptablaðið hefur greint frá hafa Skúli Mogensen og hópur tengdur Þorsteini Má Baldvinssyni skoðað á síðustu vikum aðkomu að bankanum.

Tilkynning frá MP banka, Títan og Samherja:

„Títan fjárfestingarfélag ehf. og Samherji hf. leiða breiðan hóp öflugra fjárfesta í hlutafjáraukningu MP banka að upphæð 5 milljarðar króna. Stjórn MP banka og nýir fjárfestar hafa undirritað samkomulag þess efnis með fyrirvara um frekari áreiðanleikakönnun, samþykki FME og hluthafafundar MP banka. Gert er ráð fyrir að ferlinu ljúki innan fjögurra vikna.

F. h. MP banka hf.,

Ragnar Þórir Guðgeirsson

F. h. Títan fjárfestingarfélags ehf.,

Skúli Mogensen

F. h. Samherja hf.,

Þorsteinn Már Baldvinsson“