Miklar lækkanir voru í Kauphöllinni í dag. Úrvalsvísitalan lækkað um 1,7% í 2,6 milljarða króna viðskiptum en af 22 skráðum félögum í Kauphöllinni voru tólf rauð eftir viðskipti dagsins en fimm græn.

Hlutabréfaverð Icelandair lækkaði mest í dag eða um 4,8% í 127 milljóna króna viðskiptum. Gengi bréfa félagsins hefur verið á mikilli siglingu síðastliðnar vikur og hefur hækkað um 29% á síðastliðnum mánuði.

Þá lækkaði hlutabréfaverð Nova um 1,2% í 23 milljóna króna viðskiptum. Gengið stendur nú ú 4,26 krónum á hlut sem er tæpum 17% lægra en útboðsgengi félagsins og hefur ekki mælst lægra frá skráningu félagsins.

Hlutabréfaverð Ölgerðarinnar hækkaði um 1% í 22 milljón króna viðskiptum. Gengið stendur nú í 10,3 krónum á hlut og hefur hækkað um 15,7% frá fyrsta viðskiptadegi.

Sjá einnig: Viðskipti með 6% hlut í Sýn

Mest viðskipti voru með bréf Sýnar en heildarvelta með bréf félagsins nam 1 milljörðum króna en miklar breytingar hafa verið á eignarhaldi félagsins síðustu vikur.