Fram­kvæmda­stjórn Landssambands sjálf­stæðis­k­venna harmar niðurstöðu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi (Kraganum). Þar eru fjögur efstu sætin skipuð karlmönnum. Landssambandið hefur sent frá sér tilkynningu um málið. Þar segir:

„Sú staðreynd að fjór­ir karl­ar skipi efstu fjög­ur sæti list­ans er að mati fram­kvæmda­stjórn­ar LS óviðun­andi og end­ur­spegl­ar á engan hátt þá breidd sem Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn býr yfir.  Til að tefla fram sig­ur­strang­leg­um lista verður kynja­hlut­fall að vera jafn­ara en nú er. Kon­um hef­ur með þess­ari niður­stöðu verið hafnað í suðvesturkjördæmi. Það er ekki ein­ung­is slæmt fyr­ir kon­ur, held­ur fyr­ir flokk­inn all­an og kem­ur til með koma niður á fylgi flokks­ins í kom­andi kosn­ing­um.

Próf­kjörs­regl­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins eru skýr­ar. Þar er kveðið á um að kosn­ing er ekki bind­andi nema kjör­sókn sé 50%. Svo er alls ekki nú.

Fram­kvæmda­stjórn­in skor­ar á for­ystu flokks­ins, þau Bjarna Bene­dikts­son, Ólöfu Nordal og Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, að beita sér fyr­ir breyt­ingu á list­an­um áður en hann verður samþykk­ur, um leið og við fögn­um fyrstu viðbrögðum for­manns flokks­ins við niður­stöðunni sem gefa fyr­ir­heit um að for­yst­an muni bregðast við. Þá skor­ar LS einnig á kjör­dæm­is­ráð Sjálf­stæðis­flokks­ins í suðvesturkjördæmi að samþykkja list­ann ekki óbreytt­an.“