Tíu ár eru síðan Google var skráð á markað í Nasdaq kauphöllinni 19. ágúst árið 2004. Tíu árum seinna er staða fyrirtækisins á hlutabréfamarkaði ein sú besta í heimi.

Hlutabréfin hafa hækkað um 1.294% á síðustu 10 árum sem þýðir að 10.000 Bandaríkjadala fjárfesting í fyrirtækinu á 85 Bandaríkjadala hlutabréfaverðinu væri 129.458,82 dollara virði í dag.

Velgengni hlutabréfa Google á S&P 500 markaðnum er betra en hjá öllum nema 10 öðrum fyrirtækjum á markaðnum. Hlutabréfaverð Keurig Green Mountain hafa hækkað mest, um 7729% og hlutabréf Monster Beverage næst mest um 6569%.

Af þeim tíu fyrirtækjum sem hafa stækkað meira en Google á síðasta áratug var einungis Apple á S&P 500 markaðnum fyrir tíu árum, en Google fór á þann markað í mars árið 2006.

Google er nú eitt valdamesta fyrirtkæki heims tekjur þess nema nú yfir 65 milljörðum Bandaríkjadala, og er fyrirtækið meðal top 40 tekjuhæstu fyrirtækja Bandaríkjanna.