Tíu ára börnum er nú leyfilegt að vinna í Bólivíu eftir að yfirvöld í landinu lækkuðu aldurstakmarkið úr tólf ára aldri í tíu. Börnin verða þó að stunda nám og fá samþykki foreldra sinna til að fá að vinna. Þessu greinir RÚV frá.

Alvari Garcia Linera, varaforseti Bólivíú, segir nýju lögin endurspegla slæma efnahagslega stöðu landsins sem er eitt það fátækasta í Suður-Ameríku. Rúmlega hálf milljón barna í Bólivíu vinna til að aðstoða fjölskyldur sínar fjárhagslega. Börnin starfa víða, bæði á strætum stórborga, í landbúnaði og einnig við slæman aðbúnað í námum.

Alþjóðavinnumálastofnunin gerir ekki ráð fyrir að börn undir fimmtán ára aldri vinni fyrir sér en varaforsetinn segir að taka verði tillit til aðstæðna í Bólivíu. Lög sem myndu banna börnum undir fimmtán ára aldri að vinna væru í raun tilgangslaus í Bólivíu því almenningur myndi ekki fara eftir þeim.