Fyrir ári hugðist Landsbankinn kaupa hlut í Verdisi sem bjargað hefði rekstrinum. Bankinn gafst upp á bið eftir endanlegri niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins og rennur rekstur Verdisar því inn í Arion banka.

„Við ætluðum að leggja áherslu á að vera með sérhæft fyrirtæki sem gæti verið í eigu margra aðila og veitt öllum markaðnum þjónustu en það verður ekki úr þessu. Tíu ára rekstrarsögu fyrirtækisins er lokið.“ Þetta segir Guðrún Ó. Blöndal, framkvæmdastjóri Verdisar.

Verdis er þjónustufyrirtæki fyrir innlendar og erlendar fjármálastofnanir auk annarra aðila í fjármálastarfsemi. Fyrirtækið hóf rekstur í apríl 2002 og hét þá Arion verðbréfavarsla. Verdis er dótturfélag Arion banka en bankinn hefur nú ákveðið að sameina starfsemina bankanum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf útgáfu af blaðinu undir liðnum Tölublöð hér að ofan.