Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands.
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)
Tíu félög hafa komið að máli við Kauphöll Íslands með áætlanir um skráningu á markað. Sex þessara félaga hafa tilkynnt opinberlega um fyrirætlanir sínar, það eru Hagar, Reginn, Reitir fasteignafélag, Tryggingamiðstöðin, Skýrr og Horn. Reginn og Horn eru bæði dótturfélög Landsbankans. Páll Harðarson, forstjori Kauphallarinnar, hefur opinberlega sagt að stefnt sé að því að 50 félög verði skráð á markað í lok árs 2015. Hann segir að mörg fyrirtæki séu að skoða kosti þess og galla að skrá sig á markað.