Tíu stærstu fyrirtækin í ferðaþjónustunni öfluðu 54% tekna greinarinnar árið 2016 samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka um ferðaþjónustuna. Hins vegar veltu 93% fyrirtækja í ferðaþjónustunni  undir 500 milljónum árið 2016, samtals  1.205 félög og skiluðu þau 19% af tekjum greinarinnar.

Hvað varðar stærstu félögin munar mest um flugfélögin Wow  air  og  Icelandair, en hlutdeild þeirra nam 38% af heildarrekstartekjum ferðaþjónustunnar árið 2016, en  tekjur flugfélaganna það ár námu samtals 147 milljörðum króna.

Næst mest vógu tekjur  ferðaskrifstofa eða 19% af tekjum greinarinnar og hótel og önnur gisting skiluðu 18% af tekjum ferðaþjónustunnar. Tekjur bílaleiga námu 8% af  rekstrartekjum og aðrir farþegaflutningar en flug 7% og afþreying 5%.

Hagur fyrirtækjanna vænkast

Almennt hefur hagur fyrirtækja í  ferðaþjónustunni  vænkast síð­ ustu ár.  Eiginfjárhlutfall greinarinnar hækkaði úr 19% 2011 í 29% árið 2016. Hæst er eiginfjárhlutfallið hjá tíu stærstu félögunum eða 33% að meðaltali, en 22% hjá félögum með undir 500 milljónir króna í veltu.

Afkoma minni félaga hefur þó batnað mest síðustu ár.  Mið­ gildi rekstrarhagnaðar fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) minni ferðaþjónustufyrirtækja hefur batnað um 477% milli 2011 og 2016, en 56% hjá meðalstórum fyrirtækjum og 1% hjá stórum fyrirtækjum. Þá hefur mið­ gildi  EBITDA  ferðaþjónustufyrirtækja batnað úr 917 þúsund krónum í fjórar milljónir króna,  sem gefur vísbendingu um afkomu minni fé­ laganna þar sem 93% þeirra eru með undir 500 milljónir í veltu. Færri telja ferðina peninganna virði Í skýrslunni er bent á að styrking á gengi krónunnar hafi haft töluverð áhrif á ferðaþjónustuna. Almennt hafa ferðamenn stytt ferðir sínar og dregið úr neyslu. Því hafi tekjuvöxtur greinarinnar verið hægari en fjöldi ferða manna gefi til kynna. Þá virð­ ast vera töluverð fylgni milli hlutfallslegrar fækkunar  ferðamanna sem telja ferð til Íslands peninganna virði og gengisstyrkingar krónunnar.

Flugmiðinn lækkað mikið

Meðalútgjöld hvers ferðamanns hafa lækkað úr 242 þúsund krónum árið 2009 í 202 þúsund krónur árið 2016 á föstu verðlagi. Stærsti útgjaldaliður ferðamanna er flugfarið en þeir vörðu í það að með­ altali 45 þúsund krónum. Sú upphæð hefur lækkað um 36% frá árinu 2009. Þá varði meðalferðamaðurinn 71 þúsund krónum í flugmiða vegna Íslandsferðarinnar. Næststærsti útgjaldaliðurinn er gistiþjónusta sem nemur 41 þúsund krónum að meðaltali.

Bandarískir og  austurrískir ferðamenn eyddu að meðaltali mest eða 23 þúsund krónum á dag. Þá komu ferðamenn frá Kanada sem vörðu að jafnaði 19.600 krónum á dag hér á landi og Spánverjar sem vörðu að meðaltali 18.700 krónum á dag.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .