Það getur verið ljúft starf að vera heimsfrægur plötusnúður. Bandaríska fjármálatímaritið Forbes hefur tekið saman lista yfir þá launahæstu í heimi á síðasta ári, og er ljóst af fjárhæðunum að það er vel hægt að hafa lifibrauð af því að þeyta skífum. Þannig þénuðu þeir tíu launahæstu litlar 268 milljónir dala á árinu, en það jafngildir um 35 milljörðum íslenskra króna.

Tíu launahæstu plötusnúðar heims

1. Calvin Harris: 66 milljónir dala
2. David Guetta: 30 milljónir dala
3. Avicii: 28 milljónir dala
4. Tiesto: 28 milljónir dala
5.  Steve Aoki: 23 milljónir dala
6. Afrojack: 22 milljónir dala
7. Zedd: 21 milljón dala
8.  Kaskade: 17 milljónir dala
9. Skrillex: 16,5 milljónir dala
10. Deadmau5: 16 milljónir dala