Nú þegar árið er á enda er ekki úr vegi að rifja upp mest lesnu pistla Óðins á vef Viðskiptablaðsins, vb.is, á árinu. Hér er listi yfir tíu mest lesnu pistla ársins:

1) Með vottorð í siðfræði?

Óðinn heldur því fram að Jordan Belford hafi ekki látið af blekkingunum.

2) Ísland rekið út á klakann

Þegar jötnar hrista sig er hætt við því að dvergar geti orðið undir hælum þeirra. Í kreppunni var Ísland í hlutverki dvergsins.

3) Mátulegt á okkur?

Það var fólskuverk þegar stjórnvöld í Bretlandi beittu hryðjuverkalögum.

4) Er flugiðnaðurinn dauðagildra fjárfestisins?

Óðinn fjallar um lélegan hagnað flugfélaga árið 2013, vitnar í ummæli Warren Buffett og víkur svo að íslensku flugfélögunum.

5) Seðlabankinn, umboðsmaður og ríkisendurskoðandi

Óðinn hafði skilning á því að auglýst var eftir seðlabankastjóra.

6) Ráðist á Jón

Óðinn telur Kauphöllina eiga óuppgerðar sakir við Jón Sigurðsson.

7) Vandi allra landsmanna

Þrátt fyrir mikla meðgjöf er rekstur RÚV aftur kominn í vanda. Reyndar svo mikinn að gjaldþrot er í raun eina orðið sem lýsir stöðunni.

8) Opinber yfirstétt

Mörgum vinstrimanninum er tamt að tala um yfirstéttir og að hatast út í þá sem vel gengur í viðskiptum. Óðinn veltir hins vegar fyrir sér hinni opinberu yfirstétt.

9) Ríkissjóður skuldlaus árið 2513

Vonbrigði Óðins eru ekki minni með þetta fjárlagafrumvarp en það sem lagt var fram í fyrra.

10) Stóra Víglundsmálið

Óðinn skrifar um fundargerðir stýrinefndar stjórnvalda um uppgjör á milli gömlu og nýju bankanna.