Telegraph greinir frá því í dag að fyrirhugaðar sé að dæla 10 milljörðum evra inn í íslenska hagkerfið. Norrænu seðlabankarnir auk lífeyrissjóða muni leika lykilhlutverk í aðgerðinni. Búist er við því að tilkynnt verði um aðgerðirnar áður en markaðir opni í Evrópu í fyrramálið.

Mikil umfjöllun hefur verið um íslensku bankanna í breskum fjölmiðlum um helgina. Hundruð þúsunda breskra sparifjárieigenda eru með fé inn á netinnlánareikningum á borð við IceSave og Kaupthing Edge, og talsmenn Landsbankans og Kaupþings hafa keppst við að lýsa því yfir að þeir peningar séu öruggir. Fjármálaeftirlit og fjármálaráðuneyti Bretlands fylgjast náið með framvindu mála, að því er kemur fram í frétt Telegraph.

Geir Haarde sagði í samtali við Sunday Telegraph í gær að líklegt væri að íslensku bankarnir seldu erlendar eignir: „Ég tel að margir þeirra séu þegar í söluferli [með ýmsar eignir]. Það væri hið eðlilega í stöðunni.” Fram kemur í frétt Sunday Telegraph að margir hafi komið að máli við Kaupþing Singer & Friedlander í vikunni með yfirtöku í huga.