Sjóður á vegum GAM Management hefur undanfarna mánuði keypt lóðir undir íbúðarhúsnæði í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Hægt er að reisa um 600 íbúðir á lóðunum og sjóðurinn, sem er fullfjármagnaður, er um tíu milljarðar króna að stærð. Gísli Hauksson, framkvæmdastjóri GAMMA, staðfestir þetta í samtali við Viðskiptablaðið.

Sjóður GAMMA hefur verið að safna lóðum í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ og Mosfellsbæ undanfarna níu mánuði. Ekki er ljóst hvort hann sjóðurinn sé búinn að fjárfesta í öllum þeim lóðum sem hann ætlar að kaupa, eða hvort til standi að kaupa fleiri lóðir á næstunni.

Sjóðurinn mun sjálfur standa fyrir framkvæmdum á lóðunum, en ætlunin er þó ekki sú að hann verði byggingarfyrirtæki. Ekki liggur fyrir hvað ætlunin er að sjóðurinn starfi lengi.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .