Heildarvelta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu frá 18. til 24. september sl. nam 10.329 milljónum króna. Þetta kemur fram í markaðsfréttum Þjóðskrár Íslands .

Þar segir að fjöldi þinglýstra kaupsamninga hafi verið 264 á tímabilinu. Þar af voru 208 samningar um eignir í fjölbýli, 41 samningur um sérbýli og 15 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði.  Meðalupphæð á hvern samning nam 39,1 milljón króna.

Heildarveltan er lítillega hærri en meðaltal síðustu tólf vikna, sem nemur 9.107 milljónum króna.