Bandaríska tímaritið Forbes heldur lista yfir ríkasta fólk í heimi og þar á meðal yfir þá sem eru undir fertugu. Þetta eru þeir tíu ríkustu. Á listanum eru fjórar konur og þrír af stofnendum Facebook. Flestir þeirra sem eru svona ríkir eru vel yfir fertugu. Sá sem er hér númer 10 á lista er ekki nema númer 620 á lista yfir alla þá ríkustu í heiminum.

1. Mark Zuckerberg (29 ára), Bandaríkin. 26,2 milljarðar Bandaríkjadala. Nr. 22 í öllum heiminum. Maðurinn sem kom öllum heiminum á Facebook. Fyrirtæki sem hann stofnaði ásamt nokkrum félögum úr Harvard háskólanum.

2. Alejandro Santo Domingo Davila (37 ára), Kolumbía, 12,3 milljarðar Bandaríkjadala. Nr. 90 í heiminum. Ásamt fjölskyldu sinni á hann Santo Domingo Group sem á meðal annars stærstu brugghúsin í Suður og Mið-Ameríku. Kærasta Alejandro er fyrirsætan Amanda Hears, barnabarn William Randolph Hearst sem var á sínum tíma ríkasti maður í heimi.

3. Scott Duncan (31 árs), Bandaríkin, 6,8 milljarðar Bandaríkjadala. Nr 203 í heiminum. Varð milljarðamæringur þegar hann erfði olíuveldi föður síns. Dan Duncan lést 2010 en hann byggði meðal annars upp röraframleiðandann Enterprise products.

4. Dustin Moskovitz (29 ára), Bandaríkin, 6,3 milljarðar Bandaríkjadala. Nr. 215 í heiminum. Einn af þeim sem komu að stofnun Facebook. Hefur síðar stofnað samskiptafyrirtækið Asana.

5. Jan Koum (38 ára), Ukraína/Bandaríkin, 6,1 milljarðar Bandaríkjadala milliarder kroner. Nr.  230 í heiminum. Sjálflærður forritari frá Úkraínu, búsettur í Kaliforníu og er maðurinn á bakvið WhatsApp. Fyrirtækið var keypt af Facebook á dögunum á 19 milljarða dollara.

6. Yang Huiyan (32 ára), Kína, 5,1 milljarðar Bandaríkjadala. Nr. 294 í heiminum. Þessi kona er fasteignamógúll í Kína og aðalhluthafi í Country Gardens of Guanzhou sem var stofnað af föður hennar.

7. Eduardo Saverin (32 ára), Brasilía, 3,8 milljarðar Bandaríkjadala. Nr. 410. í heiminum. Enn einn Facebook frumkvöðullinn. Stofnaðir fyrirtækið ásamt þeim Mark Zuckerberg og Dustin Moskovitz.

8. Yvonne Bauer (37 ára), Þýskaland, 3,5 milljarðar Bandaríkjadala. Nr. 461 í heiminum. Aðalhluthafi í þýsku fyrirtækjasamsteypunni Bauer Media Group. Það gefur út yfir 600 tímarit í 37 löndum.

9. Rahel Blocher (38 ára), Sviss, 3 milljarðar Bandaríkjadala. Nr. 576 í heiminum. Hún er aðalhluthafi í Ems-Chemie ásamt systir sinni Magdalenu. Þessi efnaframleiðandi hefur verið í eigu fjölskyldunnar áratugum saman. Þær tóku yfir þegar faðir þeirra steig niður árið 2004.

10. Marie Besnier Beauvalot (33 ára), Frakkland. 2,8 milljarðar Bandaríkjadala. Nr. 620 í heiminum. Hún á eitt stærsta mjólkurfyrirtæki í heimi ásamt eldri bræðrum sínum þeim Emmanuel og Jean-Michel. Þau eiga allt hlutafé í fyrirtækinu sem afi þeirra stofnaði á fjórða áratug síðustu aldar. Hver segir svo að ekki sé hægt að verða ríkur bóndi?