Alcan á Íslandi sagði í gær upp tíu starfsmönnum álversins í Straumsvík í gær. Áform eru uppi um að skera niður um 27 stöðugildi. Starfsmannavelta skilar því að uppsagnir verða helmingi færri. Álverið er rekið af Rio Tinto Alcan, einum stærsta álframleiðanda í heimi. Hjá Alcan hér á landi starfa 450 manns.

Ólafur Teitur Guðnason, yfirmaður starfsmannasviðs hjá Alcan, segir í samtali við Vísi ástæðuna taprekstur vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði á áli og hærri hráefniskostnað.

Hann segir þetta fyrstu aðhaldsaðgerðir Alcan á Íslandi af þessu tagi í meira en 20 ár.