Tíu stjórnmálaflokkar og samtök skiluðu uppgjörum sínum til Ríkisendurskoðunar fyrir síðasta ár á réttum tíma. Lögbundinn skilafrestur rann úr um mánaðamótin.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun .

Stjórnmálaflokkarnir og samtökin eru Borgarahreyfingin, Framsóknarflokkurinn, Hreyfingin, Hægri grænir, flokkur fólksins, Samfylkingin, Samtök fullveldissinna, Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstrihreyfingin – grænt framboð, Þinghópur Hreyfingarinnar og  Þinglistinn, framboð óháðra í Norðurþingi.

Ríkisendurskoðun segir að unnið sé að því að fara yfir ársreikninga þeirra stjórnmálasamtaka sem skiluðu skömmu áður en fresturinn rann út og vinna útdrátt úr þeim í samræmi við lög nr. 162/2006 um fjármál stjórnmálasamtaka.