Icelandair Group heldur nafnbótinni stærsta fyrirtæki landsins samkvæmt bókinni 300 stærstu sem var að koma út. Icelandair hefur verið efst á listanum sex ár í röð.Líkur eru á að það breystist á næstunni. Icelandair hyggst selja hótel samstæðunnar og Marel vaxið hratt á undanförnum misserum. 22% tekjuvöxtur var hjá Marel í fyrra sem er það fyrirtæki sem var með næst mesta veltu.

Eitt fyrirtækið dettur út af lista yfir tíu stærstu fyrirtæki landsins á milli ára. Það er Samherji en rekstri félagsins var skipt upp á síðasta ári í tvö félög. Samherji hf. heldur utan um innlendan rekstur en Samherji Holding hf., heldur á erlendum rekstri Samherja. Í stað Samherja kemur Össur inn á listann en tekjur Össurar jukust um 9% á milli ára.

Átta félög af tíu stærstu fyrirtækjunum voru rekin með hagnaði. Icelandair og Alcoa voru einu félögin af þeim tíu stærstu sem rekin voru með tapi á síðasta ári. 6 milljarða króna tap var hjá Icelandair Group en ríflega 900 milljóna króna tap hjá Alcoa.

Tíu stærstu fyrirtæki landsins eftir veltu í milljónum króna. Veltubreyting milli ára er innan sviga.

  1. Icelandair Group hf 163.714 (8%)
  2. Marel hf. 153.008 (22%)
  3. Eimskipafélag Íslands hf. 88.026 (10%)
  4. Alcoa Fjarðaál sf. 84.921 (9%)
  5. Hagar hf. 84.921 (14%)
  6. Landsbankinn hf. 84.185 (4%)
  7. Íslandsbanki hf. 82.351 (5%)
  8. Norðurál Grundartangi ehf. 81.536 (16%)
  9. Arion banki hf. 77.476 (-18%)
  10. Össur hf. 66.425 (9%)

Nánar er fjallað um afkomu 300 stærstu fyrirtækja landsins í bókinni 300 stærstu sem var að koma út. Hægt er að kaupa eintak af bókinni hér .