*

föstudagur, 10. apríl 2020
Frjáls verslun 25. nóvember 2019 19:02

Tíu stærstu fyrirtæki landsins

Icelandair er stærsta fyrirtæki landsins. Samherji dettur út af lista yfir tíu stærstu fyrirtækin eftir að rekstrinum var skipt upp.

Ritstjórn
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.
Eva Björk Ægisdóttir

Icelandair Group heldur nafnbótinni stærsta fyrirtæki landsins samkvæmt bókinni 300 stærstu sem var að koma út. Icelandair hefur verið efst á listanum sex ár í röð.Líkur eru á að það breystist á næstunni. Icelandair hyggst selja hótel samstæðunnar og Marel vaxið hratt á undanförnum misserum. 22% tekjuvöxtur var hjá Marel í fyrra sem er það fyrirtæki sem var með næst mesta veltu. 

Eitt fyrirtækið dettur út af lista yfir tíu stærstu fyrirtæki landsins á milli ára. Það er Samherji en rekstri félagsins var skipt upp á síðasta ári í tvö félög. Samherji hf. heldur utan um innlendan rekstur en Samherji Holding hf., heldur á erlendum rekstri Samherja. Í stað Samherja kemur Össur inn á listann en tekjur Össurar jukust um 9% á milli ára.

Átta félög af tíu stærstu fyrirtækjunum voru rekin með hagnaði. Icelandair og Alcoa voru einu félögin af þeim tíu stærstu sem rekin voru með tapi á síðasta ári. 6 milljarða króna tap var hjá Icelandair Group en ríflega 900 milljóna króna tap hjá Alcoa.

Tíu stærstu fyrirtæki landsins eftir veltu í milljónum króna. Veltubreyting milli ára er innan sviga.

  1. Icelandair Group hf 163.714 (8%)
  2. Marel hf. 153.008 (22%)
  3. Eimskipafélag Íslands hf. 88.026 (10%)
  4. Alcoa Fjarðaál sf. 84.921 (9%)
  5. Hagar hf. 84.921 (14%)
  6. Landsbankinn hf. 84.185 (4%)
  7. Íslandsbanki hf. 82.351 (5%)
  8. Norðurál Grundartangi ehf. 81.536 (16%)
  9. Arion banki hf. 77.476 (-18%)
  10. Össur hf. 66.425 (9%)

Nánar er fjallað um afkomu 300 stærstu fyrirtækja landsins í bókinni 300 stærstu sem var að koma út. Hægt er að kaupa eintak af bókinni hér.

Stikkorð: Marel Icelandair 300 stærstu