*

fimmtudagur, 27. janúar 2022
Frjáls verslun 25. nóvember 2021 08:13

Tíu stærstu fyrirtækin á Íslandi

Bókin 300 stærstu er komin út en í henni er að finna upplýsingar um stærstu fyrirtæki landsins.

Ritstjórn

Ritið 300 stærstu, sem gefið er út af Frjálsri verslun, er komið út. Þar er að finna ítarlegar upplýsingar um stærstu fyrirtæki landsins og er miðað við ársreikninga fyrir síðasta ár, árið 2020. Í bókinni er fyrirtækjunum raðað er eftir veltu, en einnig eftir geirum, starfsmannafjölda, meðallaunum og á fleiri vegu.

Undanfarin ár hefur Icelandair Group verið í efsta sætinu á lista Frjálsrar verslunar. Vegna heimsfaraldursins voru flugsamgöngur í mýflugumynd í fyrra, sem hafði eðlilega mikil áhrif á flugfélagið. Icelandair fer nú niður í 11 sæti listans og kemur Norðurál nýtt inn á topp tíu listann í staðinn.

Marel er nú stærsta fyrirtæki landsins með veltu upp á 191 milljarði króna, sem er 8,4% á milli ára í krónum talið. Tekjur félagsins voru 59% hærri en hjá Högum sem er í öðru sæti á listanum. Marel skilaði einnig mesta hagnaðinum í fyrra, eða 15,8 milljörðum króna, þrátt fyrir ýmsar áskoranir i rekstrinum vegna heimsfaraldursins.

Nánar er fjallað um málið í bókinni 300 stærstu, sem var að koma út. Hægt er að kaupa eintak af bókinni hér.