Baugur Group er stærsti hluthafi fjölmiðlafyrirtækisins 365 hf. (áður Dagsbrún), samkvæmt nýjum hluthafalista sem hefur verið birtur. Tíu stærstu hluthafarnir eru með 79,4% hlutafjár og 20 stærstu með 93,2%.

Runnur ehf. sem meðal annars er í eigu eignarhaldsfélags Hannesar Smárasonar, Saxhóls og Vífilsfells, er annar stærsti eigandi 365 með 10,8%. FL Group er þriðji stærsti eigandinn með 7,5% en Straumur-Burðarás er litlu minni með 7,3%. Straumur-Burðarás er einnig hluthafi í útgáfufélagi Morgunblaðsins.

Tuttugu stærstu hluthafar 365 hf.

1 Baugur Group hf 25,1%
2 Runnur ehf 10,8%
3 FL GROUP hf 7,5%
4 Straumur - Burðarás Fjárfesting 7,3%
5 Milestone ehf 7,0%
6 LI-Hedge 6,1%
7 Arion safnreikningur 4,5%
8 Diskurinn ehf 4,4%
9 Landsbanki Luxembourg S.A. 4,1%
10 Fons Eignarhaldsfélag hf 2,6%
11 Þórdís Jóna Sigurðardóttir 2,5%
12 Grjóti ehf 2,3%
13 Iða fjárfesting ehf 1,9%
14 365 hf 1,7%
15 Teton ehf 1,3%
16 SJ1 ehf 1,0%
17 Gunnar Smári Egilsson 0,8%
18 Melkot hf 0,8%
19 Landsbanki Íslands hf,aðalstöðv 0,8%
20 GLB Hedge 0,7%
Samtals 93,2%