Kvótahlutdeild stærstu útgerðarfyrirtækjanna hefur aukist umtalsvert á síðustu árum. Frá árinu 1992 hefur hlutdeild tíu stærstu útgerðarfyrirtækjanna mælt í úthlutuðum þorsk-ígildistonnum vaxið úr 24% í 50% segir í Morgunkorni Íslandsbanka. "Ástæða þessa er ekki síst sú að sameiningar fyrirtækja í greininni hafa verið tíðar á undanförnum árum," segir í Morgunkorninu.

Einungis eitt sjávarútvegsfyrirtæki, HB Grandi, fer nærri því að nálgast svokallað kvótaþak (12%) en félagið ræður nú yfir 11,3% af úthlutuðum þorskígildistonnum eftir sameiningu við Tanga og Svan. Önnur útgerðarfyrirtæki eru talsvert lengra frá kvótaþakinu en Samherji kemur næst með 7,8% af heildarkvótanum.

Byggt á Morgunkorni Íslandsbanka.