*

mánudagur, 18. janúar 2021
Innlent 30. september 2020 12:29

Tíu teymi komin í úrslit Gulleggsins

16. október næstkomandi munu úrslit Gulleggsins ráðast. Vel á annað hundrað teymi tóku þátt en tíu hafa verið valin til úrslita.

Ritstjórn
FlowVR bar sigur úr býtum árið 2018.
Aðsend mynd

Tíu stigahæstu hugmyndirnar í Gullegginu hafa verið valdar og fara úrslitin fram 16. október næstkomandi. Vel á annað hundrað teymi hafa fengið aðstoð frá Icelandic Stratups í ár til að móta viðskiptahugmyndir sínar en keppnin hefur staðið yfir undanfarnar vikur. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu.

Keppnin fer nú fram í fjórtánda sinn en á meðal þátttakanda undanfarin ár er Meniga, Controlant og Pay Analytics.

Sjá einnig: Controlant lýkur 2 milljarða útboði

Eftirtalin teymi hafa verið valin til úrslita í Gullegginu árið 2020:

Electra: Electra veitir áfengis- og vímuefnasjúklingum sem bíða innlagnar og meðferðar á sjúkrahúsinu Vogi bætta þjónustu með tilkomu hugbúnaðar.

Eno: Eno er hugbúnaður fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem hjálpar þeim að útbúa skýrslur eins og stórfyrirtæki. Greiningarvinnan og skýrslugerðin eru sjálfvirknivædd og einfölduð til þess að bæta yfirsýn og gagnadrifna ákvarðanatöku.

Frosti: Íslenskar skyrflögur, laktósafríar með vanillubragði og blárri spírulínu - Víkingafæða með nýstárlegri viðbót!

Hemp Pack: Með því að nýta iðnaðarhamp og örverur ætlar Hemp Pack að framleiða lífplast sem brotnar al-veg niður í náttúrunni 

Heima: Heima er smáforrit sem skiptir húsverkum og hugrænu byrðinni af heimilishaldi jafnt á milli sambýlinga.

Kinder: Kinder er leikjavæddur vettvangur þar sem allir geta sótt sér verkefni í sínu nærumhverfi og un-nið það í skiptum fyrir umbun frá sveitarfélaginu.

Máltíð: Máltíð þróar næringarútreiknaða matseðla fyrir grunnskóla með það að markmiði að minnka matarsóun

Orkulauf: Orkulauf er snjallsímaforrit sem hvetur notendur sína til að tileinka sér umhverfisvænni og sjálfbærari lífsstíl.

Showdeck: Showdeck er Vefvangur til framleiðslu og varðveislu á sviðslistaverkum og viðburðum.. 

Your Global Guide: Your Global Guide er rafræn leiðsögulausn fyrir snjalltæki sem hámarkar upplifun ferðamanna og hagnað ferðaþjónustufyrirtækja.

Stikkorð: Gulleggið