Yfir 10 þúsund manns hafa tryggt sér miða á söngleikinn Billy Elliot sem verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu eftir rúman mánuð. Forsala hófst á sýninguna klukkan 10 í morgun og er mikill áhugi fyrir verkinu, segir í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu. Æfingar eru nú í hámarki. Söngleikurinn Billy Elliot er eftir Lee Hall en Bergur Þór Ingólfsson leikstýrir verkinu um þessar mundir.

„Þetta er eiginlega fyrst raunverulegt núna að þetta sé að fara að bresta á, sérstaklega þegar maður sér hvað það er mikill áhugi á sýningunni. Það er smá fiðringur í maganum svona blanda af stressi og spennu yfir því að sjá þetta lifna við á sviðinu” Segir Bergur Þór Ingólfsson leikstjóri.