Nýr 10.000 króna peningaseðill verður settur í umfer á fimmtudag í næstu viku, þ.e. 24. október næstkomandi. Seðillinn er tileinkaður Jónasi Hallgrímssyni, alþýðufræðara, skáldi, íslenskumanni og náttúrufræðingi.

Á framhlið peningaseðilsins er mynd af Jónasi, Háafjalli og Hraundraga og ljóðlínur úr kvæðinu Ferðalok. Á bakhlið er blýantsteikning Jónasar af fjallinu Skjaldbreið.

Nýi seðlillinn var kynntur á aðalfundi Seðlabankans vorið 2012 og greint frá undirbúningi útgáfunnar í ársskýrslu Seðlabankans í fyrravor. Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynnti nýja seðilinn í lok september.

Eins og VB.is greindi frá í síðasta mánuði voru fjórar milljónir seðla prentaðar fyrsta kastið. Einn seðill kostar 29 krónur í prentun. Peningaseðlarnir eru keyptir af breska fyrirtækinu De La Rue en fyrirtækið hefur prentað íslenska peningaseðla í 83 ár.