*

mánudagur, 17. júní 2019
Innlent 17. janúar 2012 09:53

Tíu verðmætustu vörumerkin frá Bandaríkjunum

Árlega er gefinn út listi yfir verðmætustu vörumerkin í heimi. Nokia var í fyrra í áttunda sæti en fellur nú niður í fjórtánda sætið.

Ritstjórn
Það ætti ekki að koma á óvart að Coke er gríðarlega sterkt vörumerki um heim allan.
Axel Jón Fjeldsted

Tíu verðmætustu vörumerki heims árið 2011 eru frá Bandaríkjunum. Coca Cola er talið það verðmætasta (72 milljarðar dollara). Í öðru sæti er tölvufyrirtækið IBM og svo Microsoft í þriðja. Þetta kemur fram í lista Interbrand, sem metur árlega verðmæti vörumerkja.

Árið 2010 var finnska fyrirtækið Nokia í áttunda sæti. Hins vegar skýst Apple í áttunda sætið, úr því 17, en Nokia fellur af topp tíu listanum niður í 14. sæti.

Hér er listinn yfir topp tíu (topp 100 má nálgast á heimasíðu Interbrand)

  1. Coca-Cola 
  2. IBM
  3. Microsoft
  4. Google
  5. GE
  6. McDonald's
  7. Intel 
  8. Apple 
  9. Disney
  10. Hewlett-Packard

 

Stikkorð: Interbrand Coca cola
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is