Tíu einstaklingar sækjast eftir því að verða skipaðir í embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika. Hæfnisnefnd mun fara yfir umsóknirnar áður en skipað verður í stöðuna.

Um áramótin munu Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn sameinast undir einum hatti. Skipaðir verða þrír varaseðlabankastjórar sem hver um sig munu stýra sínu sviði. Áður hafði verið tilkynnt um að Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri, yrði varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika og Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, yrði varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits.

Umsækjendur um stöðuna sem eftir stendur eru eftirfarandi:

  • Arnar Bjarnason, lektor og framkvæmdastjóri
  • Ásdís Kristjánsdóttir, aðalhagfræðingur og forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins
  • Guðrún Johnsen, hagfræðingur
  • Gunnar Jakobsson, lögfræðingur
  • Haukur C. Benediktsson, hagfræðingur
  • Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins
  • Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur
  • Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga
  • Tómas Brynjólfsson, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu
  • Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja