Um 11% allra internettenginga á Íslandi voru ljósleiðaratengingar um síðustu áramót. Fjöldi þeirra hefur sexfaldast á tveimur árum. Á sama tíma fækkaði ADSL-tengingum þótt þær séu enn um 89% allra internettenginga á Íslandi. Þetta kemur fram í nýrri tölfræðiskýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar.

Alls eru um 107 þúsund internettengingar á Íslandi. 95.448 þeirra eru ADSL-tengingar en 11.563 eru ljósleiðaratengingar. Fjöldi internettenginga hefur tvöfaldast frá árslokum 2004.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.