Gagnaveita Reykjavíkur (GR) hefur nú skilað inn ársuppgjöri fyrir árið 2007 til Ársreikningaskrár. Fyrr á þessu ári sendi Síminn inn erindi til Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) þar sem þess var krafist að GR birti á vefsvæði sínu ársreikninga, samstæðureikninga og árshlutareikning. Síminn taldi GR, sem áður hét Lína.net, brjóta hlutafélagalög og fara í bág við fyrri úrskurði PFS um að reikningsskil GR skyldu vera í samræmi við meginreglur laga um ársreikninga. GR var síðar gert að skila inn uppgjörum og samstæðureikningum til Ársreikningaskrár.

Tjáir sig ekki um reikninginn

Birgir Rafn Þráinsson, framkvæmdastjóri GR, segir í samtali við Viðskiptablaðið að ársreikningur fyrirtækisins hafi verið samþykktur af stjórn félagsins á aðalfundi fyrir mánuði síðan. „Reikningurinn verður sendur til Ársreikningaskrár, en það er ein af þeim skyldum sem á okkur hvíla að skila ársreikningum þangað. Við gerum það og ég geri ráð fyrir að Ársreikningaskrá muni birta reikninginn eins og lög gera ráð fyrir.“

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .