Tvö nýleg tilfelli hafa orðið til þess að minna breska blaðamenn á hversu brothætt tjáningar- og fjölmiðlafrelsið getur verið. Breska lögreglan hefur notast við andhryðjuverkalöggjöf til að leggja hald á tölvugögn blaðamanna og akademískra rannsakenda.

Lögreglan lagði hald á fartölvu Secunder Kermani, blaðamaðanns sem vann að umfjöllun um jíhadista fædda í vesturlöndum. Þá hafði hann átt röð viðtala við trúarofstækismennina, og að sögn lögreglunnar var hald lagt á gögnin vegna þess að blaðamaðurinn átti í samskiptum við mann í Sýrlandi sem var þekktur fyrir að vera stuðningsmaður Islamska ríkisins.

Aukreitis sagði Independent frá því að lögreglan hefði heimtað og notast við löggjöfina til að fá gögn frá King's College í London.

Athafnir lögreglunnar hafa verið harðlega gagnrýndar. Til að mynda er alþjóðlegt mannréttinda- og lögbrot að hlera og fylgjast með samskiptum blaðamanna.

Andrúmsloft milli fjölmiðlafólks og lögreglunnar er orðið súrt og óþægilegt að sögn breskra blaðamanna. Löggjöf gerir lögreglu jafnvel kleift að rannsaka heimildamenn fjölmiðlafólks, en fyrsta boðorð heilsteyptrar blaðamennsku er að koma ekki upp um heimildamenn sína.