*

laugardagur, 19. september 2020
Innlent 11. janúar 2012 12:54

Tjón Elkem veltur á tugum milljóna

Rafmagnsleysi í gærkvöldi mun valda járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga miklu tjóni.

Ritstjórn
Aðrir ljósmyndarar

Einar Þorsteinsson, forstjóri Elkem Ísland á Grundartanga, segir að fyrirsjáanlegt sé að fyrirtækið verði fyrir tugmilljóna tjóni vegna framleiðslustöðvunar í verksmiðjunni.

Járnblendiverksmiðjan var án rafmagns í hálfan sólarhring, frá klukkan sjö í gærkvöldi til sjö í morgun.

Frá þessu er greint á vef Skessuhorns en Einar segir tjónið að langmestu leyti vegna framleiðslustöðvunarinnar. Nú þurfi að kynda ofnana upp eins og gert er eftir viðhaldsstopp.

Sjá nánar á vef Skessuhorns.