Orkuveitan þarf að greiða 1 milljón Bandaríkjadala, eða sem nemur næstum 100 milljónum íslenskra króna í sjálfskuldarábyrgð vegna tjóns af völdum bruna í Hellisheiðarvirkjun í vetur.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í janúar kom upp eldur í Hellisheiðarvirkjun, sem er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Enginn slasaðist í brunanum og lítil röskun varð á rekstri stöðvarinnar segir í ársreikningi.

Verið er að meta tjónið sem af brunanum hlaust en miðað við tryggingaskilmála er gert ráð fyrir að fjárhagslegt tjón verði í samræmi við sjálfsábyrgð OR eða ein milljón USD .

Viðskiptablaðið greindi frá því í gær að hagnaður félagsins eftir skatta á síðasta ári hafi numið 16,3 milljörðum, en það er ríflega fimmtungshækkun frá árinu áður.