Tjónið af völdum jarðskjálftans í Christchurch, stærstu borg suðureyjar Nýja Sjálands, þann 22. febrúar sl. sem var 6,3 stig á Richter er talið nema um 11 milljörðum bandaríkjadala, eða 1.270 milljörðum króna. Mbl.is greindi frá þessu í morgun.

Nýsjálenska fjármálaráðuneytið hefur lagt mat á tjónið.  Ráðuneytið telur jafnframt að landsframleiðsla dragist saman um 1,5% í ár en hafði áður gert ráð fyrir 3% hækkun. Talið er að allt að 200 manns hafi látist af völdum jarðskjálftans.

Frétt mbl.is.