Þróun á fjármálamamörkuðum leiddi það af sér að afkoma VÍS á fyrstu níu mánuðum ársins var undir væntingum stjórnenda en fyrirtækið kynnti nýlega uppgjör þriðja ársfjórðungs. Að sögn Sigrúnar Rögnu Ólafsdóttur, forstjóra VÍS, lítur allt út fyrir að það muni breytast til batnaðar á næstunni.

Þá segir hún að verðbólgan hafi verið sögulega lág á þessu ári og að líklegt sé fyrir að hún muni hækka. Nú hefur náðst ákveðinn botn á fjármálamarkaði og að allt útlit sé fyrir að hann muni taka við sér á næstunni.

Spurð að því hvort VÍS sé viðbúið óvæntum tjónum líkt og stórbrunanum í Skeifunni í sumar segir hún að hlutverk tryggingafélaga sé að bregðast við tjónum í samfélaginu. Tjónin komi ekki í meðaltölum og því sé fyrirtækið vel búið undir óvæntar uppákomur.

VB Sjónvarp ræddi við Sigrúnu Rögnu.