Fyrrum verðbréfamiðlari hjá franska bankanum Société Générale, Jerome Kerviel, var í dag dæmdur til 3 ára fangelsivistar og að greiða bankanum bætur fyrir allt tjónið sem hann olli.

Í dag er Kerviel tölvuráðgjafi og hefur 2.300 evrur í laun á mánuði. Það tæki hann 177.536 ár að greiða tap Société Générale vegna þeirra framvirku samninga sem hann falsaði, að því gefnu að öll laun hans færu í að greiða tjónið.

Tap bankans voru um 4,9 milljarðar evra.